Miklar kröfur settar á krakkana

Liðið Fálkar var búið til fyrir myndina. Mikið var lagt …
Liðið Fálkar var búið til fyrir myndina. Mikið var lagt uppúr búningunum sem Helga Rós V. Hannam hannaði í samstarfi við Errea. mb.is/Elma Karen

Bragi Þór Hinriks­son leik­stýr­ir kvik­mynd­inni Víti í Vest­manna­eyj­um, sem verður frum­sýnd næst­kom­andi föstu­dag. Hann seg­ir krakka kröfu­h­arða kvik­mynda­gesti. Rætt var við Braga Þór í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina.

Ég fór á fyrsta mótið en þá hét þetta Tomm­a­mótið. Það var haldið í fyrsta skipti árið 1984 og ég fór á það með KA á Ak­ur­eyri. Við erum að gera mynd­ina svo­lítið fyr­ir alla þá sem hafa farið á mótið,“ seg­ir Bragi Þór Hinriks­son, leik­stjóri kvik­mynd­ar­inn­ar Víti í Vest­manna­eyj­um, sem verður frum­sýnd næst­kom­andi föstu­dag, 23. mars. Sögu­svið mynd­ar­inn­ar er Orku­mótið í Vest­manna­eyj­um og fjall­ar mynd­in um hinn tíu ára gamla Jón sem kepp­ir þar með liði sínu, Fálk­um. Þar kynn­ist hann Ívari, jafn­aldra sín­um úr ÍBV, sem þarf óvænt á hjálp að halda en utan vall­ar geng­ur á ýmsu.

Eld­móður og lífs­gleði

Mynd­in er gerð eft­ir sam­nefndri vin­sælli skáld­sögu Gunn­ars Helga­son­ar. Sagafilm keypti rétt­inn en Bragi Þór kom inn í verk­efnið fyr­ir um tveim­ur árum. „Þess var farið á leit við mig að leik­stýra bíó­mynd eft­ir hand­riti sem Gunni og fleiri voru bún­ir að gera eft­ir bók­inni. Ég þekki Gunna og eld­móð hans og lífs­gleði og það var strax góð byrj­un,“ seg­ir Bragi Þór sem fékk bók­ina senda í kjöl­farið.

„Ég náði ekki að lesa hana alla því ég var að fara í frí með fjöl­skyld­unni. Ég náði mér því í hana sem hljóðbók og hlustaði á hana í bíln­um þegar við vor­um að keyra út á land. Það var svo gam­an því Gunni var að lesa sjálf­ur. Hann lýs­ir öllu og er svo æst­ur og það er svo ofboðsleg­ur kraft­ur og lífs­gleði í því að hlusta á hann lesa bók­ina að ég bara sá þá strax að ég yrði að gera þetta, sá hvað ég þyrfti að gera og að markið yrði sett hátt. Mig langaði að stand­ast hans kröf­ur og sýn og skilst á hon­um á því sem hann hef­ur séð að það gangi eft­ir,“ seg­ir hann en stikl­an sem var frum­sýnd fyrr á ár­inu lof­ar sann­ar­lega góðu.

„Þetta er mik­il íþrótta­mynd og fjall­ar um mótið sjálft en þarna eru líka ofsa­leg­ar til­finn­ing­ar. Mynd­in seg­ir frá tíu ára dreng sem fer á stærsta fót­bolta­mót í heimi fyr­ir stráka á þess­um aldri og er full­ur af kvíða og óör­yggi vegna sinn­ar eig­in frammistöðu því hon­um finnst hann ekki al­veg nógu góður og sjálfs­traustið er ekki upp á það besta. Svo tekst hann á við sjálf­an sig og aðra og verður óvænt ör­laga­vald­ur í lífi ann­ars stráks sem er í ÍBV,“ seg­ir hann en fót­bolti og mót virðist vera góður grunn­ur til að fjalla um ýmsa hluti á borð við liðsheild og sam­bönd.

„Al­gjör­lega. Og hvað það er sem ger­ir mann að góðum karakt­er, að góðri mann­eskju. Við köf­um alla leið ofan í allt þetta. Mynd­in fjall­ar um sig­ur og ósig­ur, kær­leika, vináttu og dug. Það er virki­lega langt seilst til að láta fót­bolt­ann vera sem eðli­leg­ast­an,“ seg­ir Bragi Þór og hrós­ar krökk­un­um í mynd­inni í há­stert.

Mikl­ar kröf­ur

„Það voru yfir 1.000 krakk­ar sem komu í prufu í það heila. Við fór­um til Vest­manna­eyja að leita að krökk­um og héld­um pruf­ur í Lang­holts­skóla fyr­ir krakka hvaðanæva. Það var tími sem var rosa­lega vel varið og við gát­um virki­lega vandað okk­ur og ég stóð uppi með rosa gott leik­ara­val. Það voru eng­ar smá kröf­ur sem við sett­um á þau; þau þurftu að kunna að leika, hafa aga og nátt­úr­lega vera framúrsk­ar­andi í fót­bolta,“ seg­ir hann.

Að von­um skipa fót­bolta­atriðin stór­an sess í mynd­inni. „Við för­um alla leið í því og reyn­um að skapa þau eins raun­veru­leg, hættu­leg og stór og hugs­ast get­ur með til­heyr­andi hljóðmynd, tónlist og leik,“ seg­ir hann en jafn­framt var heil­mikið tekið upp á mót­inu sjálfu.

Var það mik­il áskor­un? „Það hefði aldrei verið hægt nema með frá­bæru sam­starfi við móts­nefnd­ina í Eyj­um. Við feng­um að skrá liðið okk­ar inn í mótið, ekki beint til að taka þátt í því held­ur til að við næðum mynd­um af þeim að keppa. Þetta voru fyr­ir­fram æfð atriði, fyr­ir­fram ákveðin og part­ur af hand­rit­inu. Það var ynd­is­legt. Liðið okk­ar Fálk­ar keppti við ÍBV, Þór Ak­ur­eyri, Stjörn­una, Val, Fylki og FH. Þetta var stór­kost­legt æv­in­týri.“

Sú ákvörðun var tek­in að búa til nýtt lið, Fálka, sem all­ir ættu að geta sam­ein­ast um þannig að liðsholl­usta ætti ekki að flækj­ast fyr­ir áhorf­end­um mynd­ar­inn­ar.

„Sú leið var far­in en það set­ur þær kröf­ur að fólki verður að líða eins og þetta sé al­vöru­lið. Við lögðum okk­ur í líma við að finna gott nafn og búa til gott merki og hafa bún­ing­ana þeirra flotta. Helga Rós V. Hannam bún­inga­hönnuður hafði veg og vanda af þeim í sam­starfi við Er­rea,“ seg­ir hann og út­skýr­ir að til­gang­ur­inn hafi verið sá að maður geti horft á bún­ing­ana og hugsað: „Þetta er al­vöru­fót­boltalið.“

Himna­ríki í Eyj­um

Vest­manna­eyj­ar hljóma eins og skemmti­leg­ur bak­grunn­ur fyr­ir svona mynd.

„Þetta er stór­kost­legt lands­lag að vinna í, hvert sem maður lít­ur. Við vor­um búin að fara nokkr­ar ferðir út í Eyj­ar og finna okk­ar óskastaði sem okk­ur fannst hvað mynd­ræn­ast­ir. Það er atriði sem ger­ist á báti úti í hell­in­um og við erum að fljúga yfir Eyj­arn­ar, yfir hraunið og við lögðum metnað í að finna fal­legt hús sem væri heim­ili Ívars, sem er strák­ur­inn í ÍBV. Við lögðum okk­ur líka fram við að finna flott­ar leiðir til að taka upp leik­ina, fljúga yfir vell­ina á ákveðinn hátt og koma inn úr Herjólfs­dal með svaka­leg­um þyrlu­skot­um. Þetta er bara eins og risa­stór hollywood­mynd tek­in í Vest­manna­eyj­um,“ seg­ir hann en krakk­ar eru kröfu­h­arðir kvik­mynda­gest­ir.

Mynd fyr­ir alla ætt­ina

„Það er nú málið, þeir bíógest­ir sem gera mest­ar kröf­ur eru ein­mitt krakk­ar. Þeir eru ekk­ert að pæla í því hvort þetta sé lít­il ís­lensk mynd eða risa­stór of­ur­hetju­mynd. Þeir gera bara þær kröf­ur að þess­ar mynd­ir séu jafn­víg­ar. Við erum svo­lítið að veðja á það, maður tek­ur stórt upp í sig en við för­um alla leið í þessu. Það eru notaðir all­ir helstu fag­menn kvik­myndaiðnaðar­ins og helstu leik­ar­ar á Íslandi. Við erum að reyna að gera þetta að ís­lenskri stór­mynd fyr­ir krakk­ana og fjöl­skyld­ur þeirra,“ seg­ir hann og bæt­ir við að mynd­in ætti að höfða til breiðs ald­urs­hóps.

„Þetta er ætt­ar­mynd, ekki einu sinni bara fjöl­skyldu­mynd, það á að halda ætt­ar­mót í bíó­söl­um Íslands næstu vik­urn­ar finnst mér,“ seg­ir hann og hlær.

Var eitt­hvað óvænt sem kom upp við tök­urn­ar síðasta sum­ar?

„Óveður setti pínu strik í reikn­ing­inn; við feng­um vont verður fyrsta og ann­an dag­inn og það riðlaði tökuplan­inu okk­ar. Það var mjög vel skipu­lagt og það mátti eig­in­lega ekk­ert klikka vegna samn­inga við móts­nefnd og síðan voru það leik­ar­ar sem þurfti að koma út í eyju og aft­ur til baka,“ seg­ir Bragi Þór en allt gekk upp á end­an­um.

Sjó­veiki og sprang

Hon­um er einnig minn­is­stæður töku­dag­ur með átján krakka á báti heil­an dag. Þá hafi leik­stjór­inn, aðstoðarleik­stjór­inn og fram­leiðend­ur átt fullt í fangi með að passa upp á að börn­in yrðu ekki sjó­veik, skutla í land til að jafna sig og gefa kakó til að hressa við.

„Það þurftu all­ir að vera jafn­hress­ir í sen­unni og það var æv­in­týri að ná því í gegn án þess að það sæ­ist að ein­hver væri veik­ur. Það er svona eft­ir­minni­leg­ast,“ seg­ir Bragi Þór og minn­ist líka á dag­inn þegar farið var inn í Spröngu.

„Við vor­um með risa­stór­an krana sem elti aðal­hetj­urn­ar okk­ar upp klett­inn þar sem þeir komu sér í stöðu til að spranga. Fyllsta ör­ygg­is var gætt en við not­um mynda­vél­arn­ar til að láta þetta líta svo­lítið hættu­lega út.“

Fyrsta bíóást­in

Bragi Þór hlakk­ar til að sýna krökk­un­um mynd­ina en hann fékk sjálf­ur bíób­akt­erí­una snemma, níu ára gam­all eft­ir að hafa séð mynd Stevens Spiel­bergs E.T. árið 1983. Önnur bíóm­inn­ing úr æsku er að hafa verið að bíða eft­ir miðum á Löggu­líf á Ráðhús­torg­inu á Ak­ur­eyri.

„Ég var fyr­ir norðan um helg­ina og það eru pla­köt utan á Nýja-Bíói á Ak­ur­eyri af Víti í Vest­manna­eyj­um og Rea­dy Player One, nýrri mynd Spiel­bergs, míns helsta átrúnaðargoðs í kvik­mynd­um. Það kom mér í opna skjöldu þegar ég sá þetta á plakata­veggn­um og var pínu mó­ment fyr­ir mig,“ seg­ir Bragi Þór.

Allra eft­ir­minni­leg­ast finnst hon­um samt sam­starfið við leik­ar­ana ungu.

„Krakk­arn­ir koma ómótaðir í aðstæðurn­ar en það er hlut­verk mitt sem leik­stjóra að fá þá til að leika óþvingað og eðli­lega. Ég vil gefa þeim mikið lof fyr­ir hvernig þau eignuðu sér aðstæður, mynd­ina og and­rúms­loftið í henni. Þessi mynd er um krakk­ana og fyr­ir þá og alla ís­lenska krakka.“

Bragi Þór Hinriksson á tökustað í Eyjum.
Bragi Þór Hinriks­son á tökustað í Eyj­um. mbl.is/​Elma Kar­en
Mikið var lagt uppúr því að ná flottum skotum á …
Mikið var lagt up­p­úr því að ná flott­um skot­um á fót­bolta­vell­in­um. mbl.is/​Elma Kar­en
Stilla úr myndinni.
Stilla úr mynd­inni. mbl.is
Á tökustað í Eyjum.
Á tökustað í Eyj­um. mbl.is/​Elma Kar­en
Á tökustað í Eyjum.
Á tökustað í Eyj­um. mbl.is/​Elma Kar­en
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þér hefur orðið á í messunni og stendur nú uppi með buxurnar á hælunum. Það er fólk nærri þér sem mun mjólka þig eins og það getur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þér hefur orðið á í messunni og stendur nú uppi með buxurnar á hælunum. Það er fólk nærri þér sem mun mjólka þig eins og það getur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason