Kvikmyndin Víti í Vestmannaeyjum var frumsýnd á föstudaginn en rúmlega 10 þúsund manns hafa séð nú séð myndina á hvíta tjaldinu. Þykir þetta gefa góð fyrirheit um vinsældir myndarinnar.
Víti í Vestmannaeyjum er byggð á fyrstu bókinni í vinsælum barnabókaflokki eftir Gunnar Helgason en það er Bragi Þór Hinriksson, sem leikstýrði Sveppamyndunum, sem leikstýrir myndinni.