Hótelerfinginn og plötusnúðurinn Paris Hilton lenti í því óhappi á dögunum að týna rándýra trúlofunarhringnum sínum. Var Hilton úti að skemmta sér í Miami þegar hringurinn týndist. Hringurinn fannst þó að lokum ofan í klakafötu.
Page Six greinir frá því að hringurinn hafi dottið af henni á troðfullu dansgólfinu. Mikil leit var gerð á VIP-svæði staðarins og að lokum fannst hringurinn í áðurnefndri klakafötu á öðru VIP-borði. Að sögn viðstaddra var unnustinn hinn rólegast á meðan Hilton grét.
Trúlofunarhringurinn er metin á tvær milljónir dala sem nemur tæpum 200 milljónum íslenskra króna. Paris Hilton fékk bónorð um áramótin frá kærasta sínum, leikaranum og fyrirsætunni Chris Zylka. Parið var á skíðum í Aspen um áramótin þegar hótelerfinginn sagði já.