EVE-spilarar gengu í það heilaga í Hörpu

Maður sem er þekktur í heimi EVE-spilara sem Geimpáfinn, eða …
Maður sem er þekktur í heimi EVE-spilara sem Geimpáfinn, eða The Space Pope, sá um athöfnina í Hörpu í dag. Ljósmynd/Katrín Atladóttir

„Þetta er orðinn 20 ára gamall leikur og mörg sambönd sem hafa myndast þarna í leiknum og sérstaklega hérna í kringum Fanfest,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, viðburðastjóri hjá CCP. Hjónavígsla tveggja erlendra EVE-spilara fór fram í Hörpu í dag og önnur er skipulögð á sunnudaginn.

Fjölmörg dæmi eru um að náin sambönd af ýmsum toga hafi myndast á milli spilara og tengist það því hvernig tölvuleikurinn er uppbyggður, að sögn Steinþórs og hann man eftir allavega einu brúðkaupi EVE-spilara hérlendis í tengslum við FanFest fyrri ára.

„Þú ferð ekkert þarna einn og væflast þarna um, þú verður að vera í góðum „díalóg“ við fullt af fólki og það myndast allskonar sambönd þarna,“ segir Steinþór.

Maður, sem á meðal EVE-spilara er þekktur sem Geimpáfinn (e. The Space Pope) framkvæmdi hjónavígsluna. „Hann er hluti af Amar-kynstofninum sem er einn af fjórum kynstofnum í leiknum. Hann er mjög svona trúarþenkjandi og kemur á alla okkar stærstu viðburði klæddur sem páfinn og er með dálítið svona „crew“ í kringum sig,“ segir Steinþór.

Um 2000 manns eru á landinu í tengslum við EVE Fanfest þessa helgina og Steinþór segir þrjár ástæður fyrir því að spilarar flykkist á hátíðina.

„Fyrst og fremst eru þeir komnir til Íslands í pílagrímsferð að hitta starfsmenn CCP sem þeir dýrka og dá og svo vilja þeir líka hitta aðra EVE-spilara. Það eru alveg sumir hérna sem hafa verið að spila saman í 10 ár og eru í daglegum samskiptum og eru að tala við hvorn annan en hafa aldrei hist í persónu. Og auðvitað bara til að hafa gaman og drekka bjór,“ segir Steinþór.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup