Mun Netta frá Ísrael rústa Eurovision?

Netta Barzilai flytur ísraleska framlagið í Eurovision í ár og …
Netta Barzilai flytur ísraleska framlagið í Eurovision í ár og er henni spáð stórsigri. AFP

Veðbankar hafa ekki mikla trú á framlagi Íslands í Eurovison, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í ár en laginu er spáð 41. sæti af 43. mögulegum. Ari Ólafsson mun stíga annar á svið í fyrri undankeppninni sem fer fram 8. maí.

Allra augu beinast hins vegar að hinni ísraelsku Nettu sem veðbankar keppast um að spá sigri. Netta Barzilai mun flytja lagið TOY í fyrri undankeppninni og hefur lagið nú þegar fengið yfir tuttugu milljón áhorf á YouTube.

Netta flutti lagið TOY í beinni útsendingu á tónleikum í Tel Aviv í síðustu viku, en Ari kom einnig fram á þeim tónleikum. Ísraelar kunna svo sannarlega að kynna framlag sitt þar sem tónleikarnir þóttu afar vel heppnaðir og fylgdust Eurovision-aðdáendur um allan heim með beinni útsendingu á Facebook.

Keppnin í ár verður hins vegar ekki laus við pólitík, frekar en fyrri ár, og það er spurning hvort hernaðaraðgerðir Ísraelsstjórnar í Palestínu muni hafa áhrif á velgengni Nettu. Félagið Ísland-Palestína hefur til dæmis gert athugasemdir við þá ákvörðun RÚV að framlag Íslands hafi tekið þátt í kynningarstarfsemi ísraelska framlagsins. 

Hvað sem því líður þá stefnir Netta á að sigra hjörtu Evrópubúa í næsta mánuði. Byrjun lagsins hefur vakið sérstaklega athygli sem og dansinn sem Netta stígur í myndbandinu. Nú hefur verið gefið út myndband sem sýnir hvernig best er að dansa eins nett og Netta. Það er því ekki eftir neinu að bíða, það eru 23 dagar til stefnu.

Fyrsta sæti í veðbönkum tryggir þó ekki endilega sigur í keppninni. Í fyrra var hinum ítalska Francesco Gabbani spáð sigri með lagið Occidentali´s Karma en hann þurfti svo að sætta sig við sjötta sæti. Það má því velta því fyrir sér hvort hann trúi á karma? 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar