Saksóknari í Minnesota ætlar ekki að leggja fram ákærur vegna dauða tónlistarmannsins Prince af völdum of stórs skammts af verkjalyfjum.
Að sögn saksóknarans skilaði tveggja ára rannsókn engum sönnunargögnum um að einhver hafi viljandi ætlað að valda Prince skaða.
Alríkisyfirvöld hafa aftur á móti tilkynnt að sátt hafi náðst við lækni sem gaf Prince sterk verkjalyf. Meðal annars verður fylgst með lyfjagjöfum hans í framtíðinni.
"There is no evidence that any person associated with Prince knew Prince to process any counterfeit pills containing fentanyl. In all likelihood, Prince had no idea he was taking the counterfeit pill that could kill him," Mark Metz says https://t.co/ensyCjyZhG pic.twitter.com/6XcpWqfOyD
— CBS News (@CBSNews) April 19, 2018