Smallville-leikkona ákærð fyrir mansal

Smallville leikkonan Allison Mack hefur verið ákærð fyrir mansal.
Smallville leikkonan Allison Mack hefur verið ákærð fyrir mansal. AFP

Bandaríska leikkonan Allison Mack, sem er hvað þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Smallville, kom fyrir dóm á dögunum vegna ákæru um aðkomu hennar að mansalshring sem var dulbúinn sem eins konar sjálfshjálparhópur. BBC greinir frá.

Keith Raniere, leiðtogi þessa svokallaða sjálfshjálparhóps, var handekinn af bandarísku alríkislögreglunni í Mexíkó í mars. Mack er ákærð fyrir að hafa aðstoðað hann við nýliðun í hópinn. Hún fékk konur til þess að verða meðlimir, sem voru síðan misnotaðar á ýmsan hátt, svo sem kynferðislega og sem vinnuafl.

Mack neitaði sök í öllum liðum ákærunnar.

Samfélagið, sem kallast Nxivm, átti að valdefla og styrkja þær konur sem gengu í það, en þess í stað var við lýði í því eins konar „húsbónda- og þrælakerfi“ þar sem konurnar áttu að stunda kynlíf með Raniere, auk þess sem þær voru merktar með upphafsstöfum hans.

Nxivm var eins konar pýramídakerfi þar sem Raniere var efstur og Mack efsta konan á eftir honum. Fyrir neðan þau voru svo eingöngu konur, og allar áttu þær að finna nýja meðlimi í samfélagið. Nýju meðlimirnir þurftu svo ekki aðeins að þjóna sínum „húsbónda“ heldur einnig þeim sem var fyrir ofan hann og svo koll af kolli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir