Georg og Karlotta heimsóttu nýja prinsinn

Georg og Karlotta eignuðust bróður í dag.
Georg og Karlotta eignuðust bróður í dag. AFP

Katrín hertogaynja og Vilhjálmur eignuðust son í morgun en litli prinsinn er þriðja barn þeirra hjóna. Eldri börnin þau Georg og Karlotta mættu á spítalann nú síðdegis til þess að heilsa upp á nýja bróður sinn. 

Vilhjálmur fór og sótti börnin sem gengu spennt með föður sínum upp tröppurnar á fæðingardeild St. Mary's-sjúkrahússins í London. Þegar Karlotta fæddist fór Georg einnig ásamt föður sínum að heimsækja nýja systkini sitt. 

Karlotta sem verður þriggja ára í næsta mánuði lék á als oddi og vinkaði ljósmyndurum á meðan Georg sem verður fimm ára í sumar virtist öllu feimnari í skólabúningnum. 

Karlotta og Georg ásamt föður sínum, Vilhjálmi Bretaprins.
Karlotta og Georg ásamt föður sínum, Vilhjálmi Bretaprins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup