Katrín hertogaynja og Vilhjálmur eignuðust son í morgun en litli prinsinn er þriðja barn þeirra hjóna. Eldri börnin þau Georg og Karlotta mættu á spítalann nú síðdegis til þess að heilsa upp á nýja bróður sinn.
Vilhjálmur fór og sótti börnin sem gengu spennt með föður sínum upp tröppurnar á fæðingardeild St. Mary's-sjúkrahússins í London. Þegar Karlotta fæddist fór Georg einnig ásamt föður sínum að heimsækja nýja systkini sitt.
Karlotta sem verður þriggja ára í næsta mánuði lék á als oddi og vinkaði ljósmyndurum á meðan Georg sem verður fimm ára í sumar virtist öllu feimnari í skólabúningnum.