Allison Mack látin laus gegn tryggingu

Allison Mack í New York eftir að dómari samþykkti að …
Allison Mack í New York eftir að dómari samþykkti að láta hana lausa gegn trygginu. AFP

Smallville-leikkonan Allison Mack var látin laus úr fangelsi í New York í gær, þriðjudag, eftir að hafa dúsað í steininum síðan á föstudag. Tryggingagjald Mack var fimm milljónir dollara en Mack er ákærð fyrir aðkomu sína að mansalshring. 

Mack er síður en svo laus allra mála en hún mun dvelja í stofufangelsi hjá foreldrum sínum þegar hún snýr aftur til Kaliforníu og verður undir rafrænu eftirliti. Leikkonan kemur fyrir dóm aftur í byrjun maí en ef hún verður dæmd sek í öllum ákæruliðum á hún yfir höfði sér 15 ára fangelsi. Mack lýsti sig saklausa á föstudaginn þegar hún kom fyrir dóm. 

Leikkonan er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivon í Smallville en þættirnir hættu göngu sinni árið 2011 eftir tíu þáttaraðir. 

Borga þurfti fimm milljónir dollara í tryggingu fyrir Allison Mack.
Borga þurfti fimm milljónir dollara í tryggingu fyrir Allison Mack. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir