Tónlistarmaðurinn Torfi Ólafsson á lag í nýjustu þáttaröðinni af Madam Secretery með Téu Leoni í aðalhlutverki, þættirnir hafa verið sýndir á Íslandi í Sjónvarpi Símanns. Torfi lék sjálfur á gítar í laginu en það ber heitið Moment of Love.
Torfi lýsir laginu sem „dinner-tónlist“ og segir það koma ágætlega út í þættinum. Lagið fær að lifa í rúmar tvær mínútur í senu sem gerist á veitingastað.
Torfi hefur verið með efnið sitt á AudioSparx í tíu ár en fólk sem velur tónlist í bíómyndir og sjónvarpsþætti leitar þar að tónlist. Undafarið hefur gengið vel hjá Torfa inn á efnisveitunni en í síðasta mánuði greindi Mbl.is frá því að Torfi ætti lag í myndinni Galveston með Elle Fanning í aðalhlutverki.