Edda Sif verður stigakynnir í Eurovision

Edda Sif verður nýr stigakynnir í Eurovision í ár.
Edda Sif verður nýr stigakynnir í Eurovision í ár. Ljósmynd/Rúv

Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona, verður stigakynnir fyrir Íslands hönd á úrslitakvöldi Eurovision 2018. Edda hefur starfað sem íþróttafréttamaður og dagskrárgerðarmaður á RÚV undanfarin ár. Hún er umsjónarmaður í Landanum og Skólahreysti og eru hluti af undirbúningsteymi fyrir umfjöllun RÚV um HM í knattspyrnu í sumar. 

Edda Sif tekur við keflinu af Björgvini Halldórssyni sem sinnti embætti stigakynnis á síðasta ári en hann er faðir Svölu Björgvinsdóttur, fulltrúa Íslands í Eurovision 2017. Úrslitakvöldið í Eurovision fer fram í Lissabon laugardaginn 12. maí en Ari Ólafsson stígur á svið í undankeppninni þriðjudaginn 8.maí og síðari undankeppnin fer fram fimmtudaginn 10.maí.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup