Mikil ánægja með frammistöðu Ara

Ari á sviðinu í kvöld.
Ari á sviðinu í kvöld. Ljósmynd/Eurovision.tv

„Við vorum mjög ánægð með rennslið í kvöld,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslensku keppendanna á Eurovision, við mbl.is. Ari Ólafsson flutti lagið „Our Choice“ á dómararennsli í kvöld en atkvæði dóm­ara vega 50% í undan­keppn­inni á morg­un og því er kvöldið mjög mik­il­vægt.

Á opinberri vefsíðu Eurovision kemur fram að Ari hafi smitað alla með brosi sínu í kvöld og að söngur hans hafi að vanda verið nánast gallalaus á sviðinu í Lissabon.

Öll lög­in 19 sem keppa í undan­keppn­inni á morg­un hafa haft tæki­færi til þess að heilla dóm­ar­ana upp úr skón­um. Á morg­un verður allt í beinni og hefst út­send­ing­in á Íslandi klukkan 19.00 en 20.00 að staðartíma í Portúgal.

Felix segir að Ari hafi neglt rennslið og að hann syngi alltaf eins og engill. „Honum var gríðarlega vel tekið og þetta var ógeðslega gaman,“ segir Felix.

Hann segir að íslenski hópurinn sé spenntur fyrir morgundeginum þar sem ætlunin er að gera sitt allra besta og sjá hvert það fleytir Ara. „Við erum alveg til í þetta,“ segir Felix og bætir við að íslenski hópurinn hafi í rauninni bara gert ein mistök hingað til:

Við gleymdum að taka með okkur fána í Græna herbergið í dag en þeir verða hér á morgun,“ segir Felix og biður fyrir góðum kveðjum á klakann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar