Rebecca Cathrine Kaad Ostenfeld bóndi á bænum Hólar í dölunum tók fyrir nokkru að sér sjúkan, ófleygan hrafnsunga. Hann býr hjá henni og öðrum dýrum á Hálsi í dölunum sem væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að fyrir skemmstu fór hann að tala. Rebecca sem er mikill dýravinur segir hann hafa farið að tala upp úr þurru. „Ég var með nokkrar ungar stúlkur í heimsókn hjá mér og heyrði þá karlmannsrödd sem ég kannaðist ekki við“; sagði Rebecca í viðtali við Ásgeir Pál á K100.
Hrafninn segir orð eins og mamma, nammi, heyrðu og fleira. Aðspurð segist Rebecca ekki vera viss um hvort krummi viti hvað hann segir, en hún þykist nokkuð viss um að hann hafi skilning á orðinu „Mamma“, sem hann noti til að kalla á hana. „Alltaf þegar hann segir Mamma fer ég og klappa honum“; sagði Rebecca og er þess fullviss að krummi líti á hana sem mömmu sína.
Rebecca er af dönsku bergi brotinn og ætlar í framhaldinu að reyna að kenna honum dönsku. Þar sem krummi er ófleygur má búast við því að hann muni búa hjá Rebeccu á meðan hann lifir og hefur myndbandið af krumma vakið gríðarmikla athygli. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá og heyra krumma tala, auk viðtals við Rebeccu.