Stórkostlegt ef Ísland tæki ekki þátt

Linda Ósk Árnadóttir ásamt eiginmanni sínum, Yousef Inga Tamini, sem …
Linda Ósk Árnadóttir ásamt eiginmanni sínum, Yousef Inga Tamini, sem er einnig í varastjórn félagsins Ísland-Palestína. Með þeim á myndinni er sonur þeirra, Samir. Ljósmynd/UNICEF

„Með því að leyfa Ísrael að vinna þessa keppni og halda hana erum við að gefa þeim vettvang til að sýna sínar bestu hliðar og reyna að normalisera ástandið í Ísrael þó svo að það sé langt frá því að vera eðlilegt hvernig þeir koma fram við Palestínumenn,“ segir Linda Ósk Árnadóttir, meðlimur í varastjórn félagsins Ísland — Palestína.

Félagið Ísland - Palestína sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi vegna sigurs Ísraels í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Netta Barzilai, fór með sigur af hólmi með lag­inu „Toy.“ Hún segir að #MeT­oo-bylt­ing­in hafi verið henni inn­blást­ur og að lag­inu sé ætlað að efla kon­ur.

Í yfirlýsingu félagsins segir meðal annars að Ísland — Palestína harmi að Evrópa skuli ekki hafa staðið með mannréttindum og valið að næsta Eurovision söngvakeppni fari fram í Ísrael - á sama tíma og þarlend stjórnvöld þverbrjóta alþjóðalög og stunda landrán, mannréttindabrot og ítrekað ofbeldi gagnvart íbúum hertekinnar Palestínu.

Linda er ekki sérstök áhugamanneskja um Eurovision en fylgdist með keppninni í gær líkt og meginþorri þjóðarinnar. „Ég er mjög vonsvikin að þetta hafi endað svona. Að fólk hafi ákveðið að gefa skít í baráttu Palestínumanna og setja sína eigin skemmtun ofar baráttu Palestínumanna fyrir mannréttindum.“  

„Auðvitað er þetta pólitísk keppni“

Hún segir að ekki sé hægt að aðskilja skemmtanagildi keppninnar frá pólitík. „Á meðan keppninni stóð í gærkvöldi dó 15 ára strákur af sárum sínum eftir að hafa verið skotinn í höfuðið af leyniskyttu. Mér finnst sorglegt að fólk geti ekki hugsað lengra en það af því að auðvitað er þetta pólitísk keppni,“ segir Linda og bendi á að fyrstur manna til að óska Nettu til hamingju var Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Hann birti færslu á Instagram sem sýnir Nettu fagna sigrinum og undir myndskeiðið skrifar hann: Á næsta ári í Jerúsalem.

לשנה הבאה בירושלים 🇮🇱🇮🇱🇮🇱

A post shared by Benjamin Netanyahu (@b.netanyahu) on May 12, 2018 at 4:11pm PDT

„Hann sagði hana frábæran fulltrúa ísraelska ríkisins. Það er ekki hægt að ætlast til þess að við getum bara gleymt öllum þessum málefnum um stund og horft á keppnina í friði. Þetta er pólitísk keppni og Ísrael er að nota hana viljandi til að fegra sína ímynd til að reyna að normalisera samband sitt við restina af Evrópuríkjunum til að komast upp með hegðun sína gagnvart Palestínu,“ segir Linda.

Ekki bjartsýn á að Ísland sniðgangi keppnina

Linda hvetur Íslendinga til að sýna Palestínumönnum stuðning með því að sniðganga keppnina að ári. „Mér þætti það stórkostlegt ef að það yrði tekin sú ákvörðun að Ísland myndi ekki vilja taka þátt í að fara út til Ísraels og keppa undir þeirra formerkjum. Ég er ekkert sérstaklega bjartsýn á það en mér þætti það stórkostlegt ef Rúv myndi taka sénsinn. Ég held að það væri léttara fyrir okkur en önnur lönd sem eru í meiri viðskiptum við Ísrael að taka þessa ákvörðun. En mér finnst að við sem þjóð ættum að vera stolt af því að geta breytt einhverju og geta sýnt stuðning okkar við Palestínu í verki.“

Fjölgaði í félaginu eftir úrslit gærkvöldsins

Linda segir að félagið hafi nú þegar fundið fyrir miklum stuðningi og að frá því að úrslitin voru ljós í gærkvöldi hafa yfir 25 manns sótt um aðild að félaginu. „Það eru litlu hlutirnir sem breyta, við getum ekki verið að samþykkja það að þeir haldi keppnina sína í Jerúsalem sem er innan palestínskra landamæra sem Ísland hefur viðurkennt. Það að þeir séu að reyna að „prómóta“ þetta sem Ísrael er brot á mannréttindum og Genfar-sáttmálanum. Þetta er merki um þjóðernishreinsanir.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar