Baltasar Breki í nýrri þáttaröð HBO

Bergsteinn Björgúlfsson, Baltasar Breki, Börkur Sigþórsson og Þorvarður Björgúlfsson á …
Bergsteinn Björgúlfsson, Baltasar Breki, Börkur Sigþórsson og Þorvarður Björgúlfsson á frumsýningu myndarinnar Vargur. mbl.is/Stella Andrea

Leikarinn Baltasar Breki Samper fer um þessar mundir með hlutverk í Chernobyl. Sjónvarpsrisarnir HBO og Sky framleiða þættina sem byggja á stórslysinu í kjarnorkuverinu í Tsjernobyl árið 1986.

Meðal leikara í þáttunum eru þau Stellan Skarsgård, Emily Watson og Jared Harris en um stutta þáttaröð er að ræða. 

Það er stutt á milli stórra verkefna hjá Baltasar Breka en hann hefur nýlokið við tökur á nýrri þáttaröð af Ófærð en hann fór einmitt með hlutverk í fyrstu þáttaröðinni. Hann fer einnig með aðalhlutverkið í Vargi, nýrri íslenskri spennumynd eftir Börk Sigþórsson sem frumsýnd var í byrjun mánaðarins. 

Emily Watson fer með hlutverk í þáttunum ásam Baltasar Breka.
Emily Watson fer með hlutverk í þáttunum ásam Baltasar Breka. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar