Baltasar frumsýndi í Los Angeles

Tami Oldham Ashcraft og Baltasar Kormakur, ásamt leikurum myndarinnar þeim …
Tami Oldham Ashcraft og Baltasar Kormakur, ásamt leikurum myndarinnar þeim Shailene Woodley og Sam Claflin. AFP

Baltasar Kormákur frumsýndi nýjustu mynd sína, Adrift, í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Á frumsýninguna voru að sjálfsögðu aðalleikarar myndarinnar mættir, þau Shailene Woodley og Sam Claflin. 

Mynd­in er byggð á sann­sögu­leg­um at­b­urðum sem fjalla um sigl­ingu Tami Old­ham og unn­usta henn­ar, Rich­ard Sharp. Þau lögðu af stað upp í sigl­ingu frá Tahiti í blíðvirði en lentu í miðjum felli­byl. Old­ham rotaðist og vaknaði síðar ein og yf­ir­gef­in. 

Shailene Woodley mætti með kærastann Ben Volavola en leikkonan sló meðal annars í gegn í sjónvarpþáttunum Big Little Lies sem skörtuðu Reese Witherspoon og Nicole Kidman í öðrum aðalhlutverkum. Volavola er atvinnumaður í rúgbý á ættir að rekja til Fiji en parið er sagt hafa kynnst þar þegar Woodley var við tökur á Adrift. 

Shailene Woodley mætti með kærastanum, Ben Volavola.
Shailene Woodley mætti með kærastanum, Ben Volavola. AFP
Leikkonan Marcia Gay Harden.
Leikkonan Marcia Gay Harden. AFP
Myndin er byggð á reynslu Tami Oldham Ashcraft.
Myndin er byggð á reynslu Tami Oldham Ashcraft. AFP
Söngvarinn Weston Coppola Cage.
Söngvarinn Weston Coppola Cage. AFP
Leikkonan Thora Birch.
Leikkonan Thora Birch. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar