Baltasar Kormákur frumsýndi nýjustu mynd sína, Adrift, í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Á frumsýninguna voru að sjálfsögðu aðalleikarar myndarinnar mættir, þau Shailene Woodley og Sam Claflin.
Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum sem fjalla um siglingu Tami Oldham og unnusta hennar, Richard Sharp. Þau lögðu af stað upp í siglingu frá Tahiti í blíðvirði en lentu í miðjum fellibyl. Oldham rotaðist og vaknaði síðar ein og yfirgefin.
Shailene Woodley mætti með kærastann Ben Volavola en leikkonan sló meðal annars í gegn í sjónvarpþáttunum Big Little Lies sem skörtuðu Reese Witherspoon og Nicole Kidman í öðrum aðalhlutverkum. Volavola er atvinnumaður í rúgbý á ættir að rekja til Fiji en parið er sagt hafa kynnst þar þegar Woodley var við tökur á Adrift.