Trump fundar með Kim Kardashian

Kim Kardashian er sögð ætla funda með Donald Trump.
Kim Kardashian er sögð ætla funda með Donald Trump. AFP

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er sögð eiga fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, seinna í dag, miðvikudag. Raunveruleikasjónvarp verður ekki á fundardagskrá þó svo það sé eitthvað sem sameini þau.

TMZ greinir frá því að mál Alice Marie Johnson verði rætt á fundinum með Kardashian og lögmanni hennar, Shawn Holley. Er Kardashian sögð hafa unnið mánuðum saman með Ivönku Trump, dóttur forsetans, og eiginmanni hennar Jered Kushner að því að frelsa Johnson sem afplánar lífstíðarfangelsi í Alabama. 

Kim Kardashian studdi Hillary Clinton þegar Donald Trump var kosinn forseti. Trump er hins vegar sagður vera til í að skoða málið þar sem dóttir hans kemur að málinu. Auk þess skemmi ekki stuðningsyfirlýsing Kanye West fyrir nokkrum vikum fyrir. 

Hin 62 ára langamma komst í fréttir í Bandaríkjunum í fyrra þega raunveruleikastjarnan vakti athygli á máli hennar á Twitter. Var Johnson dæmd til lífstíðarfangelsi árið 1997 án reynslulausnar fyrir afbrot tengdum fíkniefnum en um fyrsta brot Johnson var að ræða. 

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar