Balti með nýja Hollywood-stórmynd í pípunum

Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri.
Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. mbl.is/Ómar Óskarsson

Baltasar Kormákur er sagður eiga að leikstýra nýrri Hollywood-stórmynd, The Good Spy, sem byggð er ævisögu Kai Bird um leyniþjónustumanninn Robert Ames. Vonast er til þess að Hugh Jackman fari með hlutverk Ames í myndinni. 

Samkvæmt Deadline er verið að bíða eftir að handritið verði endurskrifað. Ames starfaði fyrir CSI og dó í sprengjuárás fyrir utan Bandaríska sendiráðið í Beirút árið 1983. 

Tekið er fram að Baltasar sem er nýbúinn að frumsýna myndina Adrift sé góður í að leikstýra spennumyndum á erfiðum tökustöðum. Fyrri myndir eins og Djúpið, Everest og Contraband sýni fram á það. Hugh Jacman var tilnefndur til Golden Globe-varðlaunann í ár fyrir hlutverk sitt í söngvamyndinni The Greatest Showman. 

Hugh Jackman.
Hugh Jackman. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar