Knattspyrnukappinn Rio Ferdinand virðist vera tilbúinn að ganga aftur í hjónaband en árið 2015 lést eiginkona hans og barnsmóðir eftir að hafa glímt við krabbamein. Breska raunveruleikastjarnan Kate Wright er sú heppna.
„Við tölum um það. En ég ætla ekki að sitja hér og segja þér dagsetningu,“ sagði Ferdinand í viðtali við Daily Star um möguleikann á hjónabandi. Parið hefur verið að hittast í meira en ár en í fyrra vakti það athygli að Ferdinand væri enn með giftingarhringinn þegar hann var í fríi í Portúgal.
Wright greindi frá því fyrr í mánuðnum að börn Ferdinand væru byrjuð að biðja um systkini en Ferdinand eignaðist þrjú börn með eiginkonu sinni.