Friends-stjarnan Matt LeBlanc mun hætta sem stjórnandi bílaþáttarins Top Gear eftir næstu þáttaröð. Leikarinn tók við stjórn þáttarins árið 2016 og hafa nokkrir komið að stjórninni með LeBlanc á síðan þá.
Fram kemur á vef BBC að LeBlanc hafi ákveðið að hætta þrátt fyrir að hann hefði gaman af þáttunum. LeBlanc segist vera of mikið í burtu frá fjölskyldu og vinum vegna vinnu og ferðalaga í tengslum við þættina.
„Það er óheppilegt en það er ástæðan fyrir því að ég mun ekki halda áfram að vinna við þáttinn. Ég mun alltaf vera aðdáandi Top Gear og óska teyminu góðs gengis. Takk fyrir góðan bíltúr,“ sagði LeBlanc.
Matt LeBlanc á eina dóttur úr hjónabandi sínu en hann skildi árið 2006. Í mars á þessu ári staðfesti leikarinn að hann ætti í sambandi við Auroru Mulligan en hún starfar sem framleiðandi fyrir Top Gear.