Trump varð við beiðni Kim Kardashian West um að milda dóm yfir Alice Marie Johnson, langömmu á sjötugsaldri, sem hlaut lífstíðardóm fyrir minni háttar fíkniefnabrot fyrir tugum ára. Þáttastjórnendur Magasínsins fengu lögmanninn Ómar Valdimarsson í heimsókn til að svara einfaldlega þeirri spurningu hvort Trump mætti gera þetta og hvort það væri tilefni til að óttast það að Hollywood stjörnur fari að nýta sér fjölmiðla- og samfélagmiðla notkun Trump, eða hreinlega athyglissýki forsetans, með mál sem þessi.
Trump og Kardashian funduðu um fangelsismál í lok maí og fannst mörgum ólíklegt að forsetinn yrði við beiðni Kim, þar sem hann lýsti því strax yfir að hans ríkisstjórn myndi ávallt taka harða stefnu í afbrotamálum. Mynd sem birtist af þeim tveimur vegna umrædds fundar, þótti einnig sýna fram á að Trump tæki fundi þeirra ekki mjög alvarlega.
Great meeting with @KimKardashian today, talked about prison reform and sentencing. pic.twitter.com/uOy4UJ41JF
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 30, 2018
Ómar hafði tekið saman upplýsingar um náðanir bandaríkjaforseta og kom í ljós að Obama hafði náðið 1.927 einstaklingi í sinni embættistíð, þarf af 330 síðasta daginn í embætti. Áhugavert sagði hann, af þessum tæplega 2.000 einstaklingum voru 504 einstaklingar sem voru að sitja af sér lífstíðarrefsingu.
BEST NEWS EVER!!!! 🙏🏼🙏🏼🙏🏼 https://t.co/JUbpbE1Bk0
— Kim Kardashian West (@KimKardashian) June 6, 2018