Aftur byrjaður að hitta gamla kærustu

Justin Bieber og Hailey Baldwin hafa eytt miklum tíma saman …
Justin Bieber og Hailey Baldwin hafa eytt miklum tíma saman að undaförnu. Samsett mynd

Söngvarinn Justin Bieber hefur undafarið haldið sig við gömlu kærusturnar. Bieber byrjaði aftur með æskuástinni, söngkonunni Selena Gomez, fyrir áramót en þau hættu saman fyrir nokkrum mánuðum. Nú hefur hann hins vegar rifjað upp gömul kynni við fyrirsætuna Hailey Baldwin. 

TMZ greinir frá því að Bieber og Baldwin hafi sést mikið saman að undanförnu en þau áttu einnig í sambandi fyrir tveimur árum. Eftir að hafa eytt tíma saman í Miami flugu skötuhjúin til New York og eyddu þar síðustu helgi. 

Á laugardaginn sáust þau Bieber og Baldwin kyssast í Brooklyn og seinna um kvöldið voru þau í innilögum faðmlögum. Þrátt fyrir að þau hafi ekki birt myndir af innilegum samskiptum sínum á Instagram birti Bieber þó mynd frá deginum í Brooklyn þar sem sást glitta í fætur og kjól fyrirsætunnar. 

A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) on Jun 17, 2018 at 7:26am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar