Nýju ljósi hefur verið varpað á samband rapparanna Cardi B og Offset úr Migos en þau hafa verið gift síðan í september 2017. Þau giftust sama dag og Offset bað hennar, í svefnherberginu og einu vitnin voru athafnarstjórinn og frændi Cardi B. Þetta eru nýjar fréttir af sambandi þeirra en í október 2017 fór Offset á skeljarnar á tónleikum. Hann virðist þó ekki hafa verið að biðja hennar heldur færa henni hringinn sem hann hafði lofað henni í september.
Offset gengur ekki um með hring en samkvæmt heimildum TMZ mun hann setja upp hring eftir að þau halda formlega brúðkaupsveislu. Parið sem á von á barni á næstu vikum segist ætla að halda veislu þegar barnið er komið í heiminn.
Cardi B greindi frá hjónabandinu á Twitter síðu sinni, hún segir að hún geymi suma hluti fyrir sjálfa sig en deili öðrum með heiminum. Hún segist vera þreytt á þeim sem hnýsast í einkamál hennar og þeim sögusögnum að hún sé að fara eignast barn utan hjónabands. Þar skírskotar hún í nýjustu plötu sína sem ber heitið „Invasion of Privacy“ eða „Brot á friðhelgi einkalífsins.“
This why i name my album “Invasion of privacy” cause people will do the most to be nosey about your life .Welp fuck it . pic.twitter.com/U3uHFOT3qK
— iamcardib (@iamcardib) June 25, 2018