Giftu sig í hesthúsinu

Brúðhjónin kát og glöð eftir athöfnina.
Brúðhjónin kát og glöð eftir athöfnina. skjáskot/Instagran/normancook

Big Bang Theory-stjarnan Kaley Cuoco og Karl Cook giftu sig um helgina á búgarði í Kaliforníu. Þema brúðkaupsins var í búgarðs-stíl og gekk brúðurin inn ganginn í hesthúsinu. Cuoco klæddist gullfallegum sérsaumuðum blúndukjól frá Reem Acra og að athöfn lokinni skipti hún yfir í samfesting í sama stíl. 

Cuoco og Cook kynntust á hestasýningu og trúlofuðu sig í nóvember í fyrra eftir um tveggja ára samband. Cook er lítið þekktur en hann vinnur við hrossarækt. Faðir hans, Bill Cook, er ríkasti maður Indiana-ríkis í Bandaríkjunum en hann ásamt konu sinni stofnaði Cook Group sem framleiðir lækningatæki. 

Meðleikari hennar úr The Big Bang Theory og fyrrverandi kærasti hennar Johnny Galeki var meðal gesta og óskaði hann plateiginkonunni sinni til hamingju með daginn á Instagram. Galeki og Cuoco eru gift í þáttunum og fyrstu tvö ár þáttanna voru þau kærustupar í raunveruleikanum líka. 

Legally KCSQUARED 6-30-18 ❤️

A post shared by @ normancook on Jun 30, 2018 at 10:56pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup