Svala fer „sóló“

Úr myndbandinu við lagið „For The Night“.
Úr myndbandinu við lagið „For The Night“. Ljósmynd/Saga Sig
Svala Björg­vins­dótt­ir er að gefa út nýtt lag í dag á Spotify sem heit­ir „For The Nig­ht“. Lagið samdi hún með Ein­ari Eg­ils­syni og Ry­land Black­ingt­on í Los Ang­eles. Í dag kem­ur einnig út tón­list­ar­mynd­band leik­stýrt og tekið af ljós­mynd­ar­an­um og leik­stjór­an­um Sögu Sig­urðardótt­ur. Áhuga­sam­ir geta séð tón­list­ar­mynd­bandið á Youtu­be hér neðar í frétt­inni. 
„Lagið er af nýrri sóló EP plötu sem kem­ur út í haust og er dreifð af Sony í Dan­mörku. Lagið fjall­ar um freist­ing­ar og til­finn­ing­ar og lang­an­ir til aðila sem þú held­ur að þú sért kom­in yfir en þegar þú hitt­ir þenn­an aðila þá koma all­ar þess­ar til­finn­ing­ar til baka. Þetta eru svona vanga­velt­ur um ást­ina.“
Ný sóló EP plata kemur út í haust með Svölu …
Ný sóló EP plata kem­ur út í haust með Svölu Björg­vins­dótt­ur og verður dreift af Sony í Dan­mörku. Ljós­mynd/​Saga Sig
Aðspurð um hvaðan hug­mynd­in að text­an­um hafi komið seg­ir Svala: „Ég hef verið laga­höf­und­ur í mörg ár og samið mikið af lög­um, ég sem oft um mig og mín­ar reynsl­ur en líka einnig um vini mína og hvað þeir eru að ganga í gegn­um. Í raun dreg ég inn­blástur­inn allstaðar að. Ég og Ein­ar og Ry­land sömd­um þetta lag sam­an og við höfðum öll gengið í gegn­um svona til­finn­ing­ar á ein­hverj­um tíma í líf­inu að vera ekki kom­in yfir ein­hverja mann­eskju og allskon­ar til­finn­ing­ar sem fylgja því.
Freist­ing­ar, lang­an­ir og allskon­ar til­finn­ing­ar sem maður finn­ur fyr­ir þegar ein­hver hef­ur sterk tök á manni þó svo maður sé ekki leng­ur með þess­ari per­sónu. Okk­ur fannst þetta bara skemmti­leg pæl­ing og text­inn fór bara útí þetta.“
Svala og Ein­ar eig­inmaður henn­ar eru ein af fáum sem eiga langa, ást­ríka tíma sam­an í tón­list­ar­brans­an­um. Hvernig fer það að vinna sam­an og vera hjón?
Svala seg­ir að hún og Ein­ar eig­inmaður henn­ar hafi samið rosa­lega mikið af tónlist sam­an í gegn­um árin. „Þegar við erum að vinna að tónlist þá erum við ekki hjón, þá erum við sam­starfs­fé­lag­ar og erum mjög „professi­onal“. Við erum bara hjón þegar við erum ekki að vinna. Það er mik­il­vægt að það sé ákveðið munst­ur þegar maður vinn­ur svona mikið sam­an því ann­ars fer allt í flækju. Þetta virk­ar alla­vega fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Svala og bros­ir.
Svala seg­ist vera rosa­lega spennt fyr­ir því að gefa þetta lag út og mynd­bandið. 
„Ég hef ekki gefið út „sóló“ efni síðan ég gaf út „Paper“ og keppti í Eurovisi­on. Ég er spennt að gefa út fullt af nýrri tónlist á þessu ári og spila út um allt á Íslandi sem og er­lend­is. Það er hægt að finna lagið á Spotify og mynd­bandið á Youtu­be. Eins vil ég hvetja fylgj­end­ur mína til að fylgja mér á In­sta­gram.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Eftirsjá er alveg gagnlaus notkun á hugarorku. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Eftirsjá er alveg gagnlaus notkun á hugarorku. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir