Þorir ekki að tala við pabba sinn

Meghan Markle treystir ekki pabba sínum.
Meghan Markle treystir ekki pabba sínum. AFP

Hertogayngjan af Sussex, Meghan Markle, hefur ekki átt í miklum samskiptum við föður sinn Thomas Markle síðustu mánuði. Að sögn heimildarmanns Us Weekly er hún hrædd um að faðir sinn leki samtali þeirra í fjölmiðla og nýti sér samtal þeirra sér til framdráttar. Thomas hefur mikið tjáð sig í fjölmiðlum og talar mikið um að dóttir hans vilji ekki tala við hann. Hann hefur meðal annars fengið greitt fyrir að tala við fjölmiðla um dóttur sína, án vitneskju hallarinnar. 

Samkvæmt Us Weekly liggur þetta þungt á hinni nýgiftu Meghan, en hún veit ekki hvernig hún á að tala við föður sinn. Mikið hefur verið skrafað um föður Meghan og eru nú sögusagnir á kreiki að hann hafi ekki raunverulega fengið hjartaáfall stuttu fyrir brúðkaup Meghan og Harry. Heimildarmaðurinn segir hana elska föður sinn en viti hreinlega ekki hvernig hún eigi að eiga samskipti við hann því hún treysti honum ekki.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir