Hefur aldrei séð jafnlanga röð

Röðin er gríðarlega löng.
Röðin er gríðarlega löng. mbl.is/Valli

Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan Laugardalsvöll en þangað streymir fólk á stórtónleika Guns N' Roses. Gert er ráð fyrir um 25.000 tónleikagestum en tónleikarnir verða þeir stærstu sem haldnir hafa verið á Íslandi.

Fólk er í stuði í röðinni, enda á leiðinni á …
Fólk er í stuði í röðinni, enda á leiðinni á spennandi viðburð. mbl.is/Valli

Áhorfendum er hleypt inn við syðri enda eldri stúkunnar á Laugardalsvelli og sagði ljósmyndari mbl.is sem er á svæðinu að hann hefði aldrei séð jafnlanga röð.

Röðin nær frá vellinum, yfir þar sem bílastæðið er, upp Reykjaveg og þaðan upp á Suðurlandsbraut. Ljósmyndarinn sá ekki hvar röðin endaði en sagðist vona að allt fólkið yrði komið á völlinn í tæka tíð áður en gömlu rokkhundarnir stíga á svið; klukkan átta.

Vonandi verða allir komnir á völlinn fyrir klukkan átta.
Vonandi verða allir komnir á völlinn fyrir klukkan átta. mbl.is/Valli
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar