Ætla á ólympíumót í Japan

Íþróttafólkið Már Gunnarsson, Patrekur Andrés Axelsson, Stefanía Daney Guðmundsdóttir og …
Íþróttafólkið Már Gunnarsson, Patrekur Andrés Axelsson, Stefanía Daney Guðmundsdóttir og Arna Sigríður Albertsdóttir, sem stefna að þátttöku í ólympíumóti fatlaðra í Tókýó í Japan eftir tvö ár. mbl.is/Árni Sæberg

Fjórir íslenskir íþróttamenn hafa tekið höndum saman með stuðningi Toyota á Íslandi undir yfirskriftinni „Start your impossible“. Er markmið þeirra að komast á ólympíumót fatlaðra í Tókýó í Japan árið 2020.

Íslensku íþróttamennirnir eru Arna Sigríður Albertsdóttir (handhjólreiðar), Már Gunnarsson (sund), Stefanía Daney Guðmundsdóttir (400 metra hlaup & langstökk) og Patrekur Andrés Axelsson (100 og 200 metra spretthlaup). 

Samstarfssamningur

Toyota á Íslandi undirritaði á dögunum samstarfssamning við Íþróttasamband fatlaðra, einn þann viðamesta sem fyrirtækið hefur tekið þátt í síðustu áratugi.

Samkvæmt upplýsingum frá Toyota tekur fyrirtækið þátt í þessu verkefni vegna þess að ólympíuviðburðir snúast um hreyfanleika, burtséð frá aðstæðum og líkamlegu atgervi þeirra íþróttamanna sem þar keppa, og markmið ólympíuhugsjónarinnar – að nýta íþróttir í þágu samlyndrar framþróunar mannkyns. Þetta slái sameiginlegan tón með markmiðum og gildum Toyota. 

Íþróttafólkinu fylgt eftir

Morgunblaðið mun fylgja þessum fjórum íþróttamönnum eftir næstu árin, meðal annars með viðtölum við þau og fréttum á samfélagsmiðlum, í Morgunblaðinu og á mbl.is. Eins verða sýnd myndbönd sem gefa dýpri innsýn í heim íþróttamannanna og hvernig þeim gengur að ná þeim markmiðum sem þau stefna að.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan