Ástralska leikkonan Rebel Wilson er stödd á Íslandi. Wilson hefur ekki setið aðgerðalaus í ferðalagi sínu um landið og hefur hún birt nokkrar myndir af sér, meðal annars í jöklaferð, á Þingvöllum og í fjórhjólaferð.
Wilson er hvað best þekkt fyrir hlutverk sitt í kvikmyndunum Pitch Perfect og í kvikmyndinni Bridesmaids. Hún er einnig þekkt fyrir að slá á létta strengi og skrifaði hún við mynd af fjórhjólaferðinni að hún hafi verið í myndatöku fyrir Vanity Fair Iceland.
A post shared by Rebel Wilson (@rebelwilson) on Aug 6, 2018 at 11:09am PDT