Endurkoma Indriða á Twitter vakti kátínu

Jón Gnarr í hlutverki Indriða í Fóstbræðrum.
Jón Gnarr í hlutverki Indriða í Fóstbræðrum. skjáskot

Grínistinn Jón Gnarr kom notendum á Twitter skemmtilega á óvart í gærkvöldi þegar hann tók áskorun Geirs Finnssonar um að lesa upp athugasemd Jóns Vals Jenssonar í Indriða-karakternum. Indriði er karakter úr Fóstbræðrum sem hefur notið mikilla vinsælla. 

Athugasemdina skrifaði Jón Valur á Facebook þar sem hann er ekki sáttur með málninguna á Skólavörðustíg í tilefni Hinsegin daga og hinseginfræðslu sem Samtökin 78 bjóða upp á í grunnskólum. Uppsetningin þykir minna á talanda Indriða, sem er yfirleitt hneykslaður á einhverju sem er að gerast. 

Upplestur Jóns hefur notið mikilla vinsælda á Twitter og þegar þetta er skrifað hafa tæplega þrjú þúsund manns líkað við færsluna. 

Halda skal því til haga að jafnréttismenntun er í námskrá grunnskóla, líkt og Halldór Auðar Svansson bendir á og því ásakanir Jóns Vals ekki á rökum reistar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir