Grínistinn Jón Gnarr kom notendum á Twitter skemmtilega á óvart í gærkvöldi þegar hann tók áskorun Geirs Finnssonar um að lesa upp athugasemd Jóns Vals Jenssonar í Indriða-karakternum. Indriði er karakter úr Fóstbræðrum sem hefur notið mikilla vinsælla.
Athugasemdina skrifaði Jón Valur á Facebook þar sem hann er ekki sáttur með málninguna á Skólavörðustíg í tilefni Hinsegin daga og hinseginfræðslu sem Samtökin 78 bjóða upp á í grunnskólum. Uppsetningin þykir minna á talanda Indriða, sem er yfirleitt hneykslaður á einhverju sem er að gerast.
Upplestur Jóns hefur notið mikilla vinsælda á Twitter og þegar þetta er skrifað hafa tæplega þrjú þúsund manns líkað við færsluna.
Halda skal því til haga að jafnréttismenntun er í námskrá grunnskóla, líkt og Halldór Auðar Svansson bendir á og því ásakanir Jóns Vals ekki á rökum reistar.
vassgú! pic.twitter.com/gWlNjECB3d
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 8, 2018