Grínistinn Ari Eldjárn ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum fyrir minningarsjóð Kristjáns Eldjárns. Fjölskylda Ara stofnaði minningarsjóðinn árið 2002 en Kristján, elsti bróðir Ara, lést það sama ár. Kristján Eldjárn var tónlistarmaður og styrkir sjóðurinn efnilega tónlistarmenn og afreksfólk í tónlist.
Ari segist í facebookfærslu sinni lengi hafa ætlað að hlaupa til styrktar sjóðnum en látið lélegt líkamlegt form stoppa sig. Nú segist hann vera hættur að afsaka sig og ætlar að ríða á vaðið og hlaupa 10 km.