Viðurkenningin kom á óvart

Ísold Uggadóttir ásamt Michael Moore á Traverse City-kvikmyndahátíðinni í Michigan …
Ísold Uggadóttir ásamt Michael Moore á Traverse City-kvikmyndahátíðinni í Michigan í Bandaríkjunum. Moore er frá Michigan. Ljósmynd/Aðsend

Kvik­mynd­in Andið eðli­lega í leik­stjórn Ísold­ar Ugga­dótt­ur hlaut ný­verið Roger Ebert-verðlaun­in fyr­ir bestu frum­raun leik­stjóra á Tra­verse City-kvik­mynda­hátíðinni, sem hald­in er í Michigan í Banda­ríkj­un­um. Hlaut Andið eðli­lega, eða And Bre­athe Norm­ally eins og hún nefn­ist á ensku, verðlaun­in í flokki leik­inna kvik­mynda.

Verðlaun­in eru kennd við hinn virta kvik­mynda­gagn­rýn­anda Roger Ebert. Stofn­andi kvik­mynda­hátíðar­inn­ar Tra­verse City er banda­ríski kvik­mynda­gerðarmaður­inn og aðgerðasinn­inn Michael Moore. Í upp­hafi árs­ins hlaut Ísold verðlaun á kvik­mynda­hátíðinni Sund­ance í Park City í Utah. Ísold var þá val­in besti leik­stjór­inn af þeim sem eiga kvik­mynd í alþjóðleg­um flokki, þ.e. flokki kvik­mynda frá öðrum lönd­um en Banda­ríkj­un­um.

Hríf­andi og fal­leg hátíð

Ísold Ugga­dótt­ir, leik­stjóri kvik­mynd­ar­inn­ar Andið eðli­lega, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að verðlaun­in hafi komið henni á óvart. „Það kom mér einnig skemmti­lega á óvart hvað Michael Moore var mik­ill þátt­tak­andi á hátíðinni, þ.e.a.s. að hann veitti sjálf­ur verðlaun­in og var í raun allt í öllu,“ seg­ir Ísold.

„Þetta var afar hríf­andi og fal­leg hátíð við Michigan­vatn þar sem áhersla er lögð á kvik­mynd­ir sem hafa ríka þýðingu og eru t.d. af póli­tísk­um eða sam­fé­lags­leg­um toga. Þannig að það var ein­fald­lega mjög gam­an að taka þátt,“ seg­ir Ísold um kvik­mynda­hátíðina.

Auglýsing á kvikmyndahúsi þarf sem kvikmynd Ísoldar Uggadóttur er til …
Aug­lýs­ing á kvik­mynda­húsi þarf sem kvik­mynd Ísold­ar Ugga­dótt­ur er til sýn­is í Michigan. Mynd­in nefn­ist Andið eðli­lega á ís­lensku, en And Bre­athe Norm­ally á ensku.

Stemn­ing hjá íbú­um Michigan

Íbúar Tra­verse City í Michigan, þar sem kvik­mynda­hátíðin er hald­in, eru virk­ir þátt­tak­end­ur á hátíðinni að sögn Ísold­ar, en íbúa­fjöldi borg­ar­inn­ar er um 15 þúsund. „Michael Moore tekst ekki ein­ung­is að fá frá­bær­ar kvik­mynd­ir og frá­bæra leik­stjóra á staðinn, held­ur tekst hon­um líka að virkja bæj­ar­búa Tra­verse City af­skap­lega vel. Það var mik­il stemn­ing í kring­um hátíðina og bær­inn er eig­in­lega und­ir­lagður hátíðinni þar sem all­ir taka þátt,“ seg­ir Ísold. Hátíðin hef­ur farið fram frá ár­inu 2005.

Kvik­mynd­in er enn sýnd hér­lend­is í Bíó Para­dís og í kom­andi viku verður hún tek­in til al­mennra sýn­inga í bíó­hús­um um alla Svíþjóð. Auk þess er hún sýnd á kvik­mynda­hátíðum víðsveg­ar um heim­inn, t.d. í Ástr­al­íu, Póllandi og Ísra­el. „Þær Krist­ín Þóra Har­alds­dótt­ir og Babetida Sa­djo, aðalleik­kon­ur mynd­ar­inn­ar, mættu fyr­ir okk­ar hönd til Slóvakíu fyrr í sum­ar, svo fór ég þegar mynd­in var sýnd á Karlovy Vary-kvik­mynda­hátíðinni í Tékklandi,“ seg­ir Ísold.

Er á leið til Fær­eyja

Í kom­andi viku fer Ísold til Svíþjóðar vegna frum­sýn­ing­ar á Andið eðli­lega þar í landi og þá ligg­ur leiðin einnig til Haugesund í Nor­egi á alþjóðlega kvik­mynda­hátíð seinna í mánuðinum. Einna spennt­ust seg­ist Ísold vera fyr­ir kvik­mynda­hátíð í Fær­eyj­um, en þangað hef­ur hún ekki komið áður, næstu mánaðamót þar sem Andið eðli­lega verður sýnd.

Ferðalag til Íraks í októ­ber

„Áhuga­verðasta boð á kvik­mynda­hátíð, sem hef­ur komið, hingað til alla­vega, er boð til Íraks, nán­ar til­tekið til sjálf­stjórn­ar­héraðs Kúrda, í októ­ber. Það verður saga að segja frá því,“ seg­ir Ísold um vænt­an­legt ferðalag kvik­mynd­ar­inn­ar. Um er að ræða alþjóðlega kvik­mynda­hátíð í borg­inni Duhok í sjálf­stjórn­ar­héraði Kúrda, sem er í norður­hluta Íraks.

Og stefn­ir þú þangað?

„Já, ég kunni ekki við annað en að þiggja boðið, enda senni­lega eina skiptið sem ég mun eiga er­indi á þær slóðir. Þannig að ég verð stödd í Kúr­d­ist­an seinni hluta októ­ber,“ seg­ir Ísold Ugga­dótt­ir að lok­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður miður þín vegna valdabaráttu á vinnustað. Stundum þarftu bara að reka þig í eitthvað hart til að vera beint í rétta átt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður miður þín vegna valdabaráttu á vinnustað. Stundum þarftu bara að reka þig í eitthvað hart til að vera beint í rétta átt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir