Jökull í Kaleo andlit herferðar World Wild Life

Jökull Júlíusson er andlit herferðar World Wild Life.
Jökull Júlíusson er andlit herferðar World Wild Life. Morgunblaðið/Golli

Jök­ull Júlí­us­son söngv­ari hljóm­sveit­ar­inn­ar Kal­eo er and­lit nýrr­ar her­ferðar hjálp­ar­sam­tak­anna World Wild Life. Her­ferðin var sett af stað í síðustu viku þar sem þau halda áfram bar­áttu sinni fyr­ir varðveislu á viltu líf­ríki nátt­úr­unn­ar. Lag Kal­eo „Can't go on wit­hout you“ er notað í þrem­ur nýj­um mynd­bönd­um sem WWF setti í loftið sem hluti af her­ferðinni. 

Jök­ull seg­ist vera stolt­ur af því að vinna með hjálp­ar­sam­tök­un­um og að verk­efni þeirra séu hon­um hjart­fólg­in. Á vef World Wild Life seg­ir Jök­ull að upp­á­halds dýrið sitt sé ís­björn.

Með því að al­ast upp á Íslandi sem stát­ar af einu stærsta ósnortna nátt­úru­svæði Evr­ópu trúi ég á varðveislu nátt­úr­unn­ar og feg­urð henn­ar. Umræða um þessi mál er nauðsyn­leg­ur part­ur af varðveislu jarðar­inn­ar og eiga skilið stuðning frá öll­um heims­horn­um,“ seg­ir Jök­ull.  

WWF hef­ur í 50 ár verið í far­ar­broddi um­hverf­issinna með starf­semi í yfir 100 lönd­um og leggja um 5 millj­ón­ir manna sam­tök­un­um lið um all­an heim. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Vinir og alls kyns félagsskapur skiptir þig miklu um þessar mundir. Hins vegar ættirðu að segja sem minnst fyrr en þú veist fyrir víst hvað þú vilt segja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Vinir og alls kyns félagsskapur skiptir þig miklu um þessar mundir. Hins vegar ættirðu að segja sem minnst fyrr en þú veist fyrir víst hvað þú vilt segja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell