Grínistinn og fjölmiðlamaðurinn Björn Bragi Arnarsson „stakk undan“ nokkrum vinum sínum ef marka má skemmtilega myndaseríu sem hann birti á Instagram í gærkvöldi. Björn Bragi var staddur á Suðureyri í brúðkaupi grínistans Sögu Garðarsdóttur og tónlistarmannsins Snorra Helgasonar. Hann birti myndir af sér með eiginkonum eða kærustum vina sinna þar sem þeir standa fúlir í bakgrunn.
Meðal þeirra sem Björn Bragi „stakk undan“ eru Dóri DNA, Steindi Jr., Sveppi og brúðguminn sjálfur, Snorri Helgason.
Brúðkaup eru frábær til að kynnast góðri konu #algjörgifting
A post shared by Björn Bragi (@bjornbragi) on Aug 19, 2018 at 11:00am PDT