Féll í yfirlið á miðjum tónleikum

Marilyn Manson.
Marilyn Manson. AFP

Bandaríski tónlistarmaðurinn Marilyn Manson féll í yfirlið á tónleikum sínum og Rob Zombie á laugardaginn í Houston. Manson var í miðju lagi þegar atvikið átti sér stað, en stóð upp stuttu seinna og kláraði lagið. Hann yfirgaf þó tónleikastaðinn að laginu loknu og tók Zombie yfir. Manson sagði aðdáendum sínum að liðið hefði yfir hann vegna ofhitnunar. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.

Þetta er í annað skiptið á tónleikaferðalaginu sem heilsa Manson er til vandræða, en hann kom ekki fram 26. júlí vegna veikinda sinna. Hann mun þó halda tónleikaferðalagi sínu um Bandaríkin áfram á næstu vikum og mun koma fram í Salt Lake City í Utah annað kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir