Gáfu áhorfendum fimmur á leið á svið

Hljómsveitin gaf áhorfendum fimmur á leið á svið.
Hljómsveitin gaf áhorfendum fimmur á leið á svið. mbl.is/Hari

Góð stemning er á tónleikum kanadísku indísveitarinnar Arcade Fire sem fara nú fram í Laugardalshöll. Blaðamaður mbl.is í Höllinni segir ljóst að hljómsveitin sé í miklu stuði.

Hljómsveitin er í miklu stuði.
Hljómsveitin er í miklu stuði. mbl.is/Hari

Sveitin steig á svið rétt rúmlega tíu og hóf tónleika á laginu „Everything now“. Liðsmenn sveitarinnar komu heldur óvenjulega leið á sviðið en þeir komu í gegnum áhorfendaskarann og gáfu fólki háar fimmur á leiðinni.

Win Butler, söngvari sveitarinnar, reyndi að ávarpa gesti á íslensku án þess þó að blaðamaður næði því hvað hann væri að reyna að segja.

Frá tónleikum Arcade Fire í kvöld.
Frá tónleikum Arcade Fire í kvöld. mbl.is/Jón Pétur

Allir á sama svæði

Ekki er þó eintóm sæla á tónleikunum en tónleikagestir keyptu miða á svæði A eða svæði B. Engin svæðaskipting er hins vegar á tónleikunum en Tix-miðasala segir á Twitter að einungis hafi örfáir miðar selst á svæði B og því hafi verið ákveðið að sleppa skiptingunni.

Einhverjir spyrja sig til hvers þeir hafi greitt auka 4.000 þúsund krónur fyrir að vera á svæði A en Tix segist hafa vitað af því að það yrði engin svæðaskipting seint í dag.

Stemningin í Höllinni er góð.
Stemningin í Höllinni er góð. mbl.is/Jón Pétur
Áhorfendur eru allir á sama svæði.
Áhorfendur eru allir á sama svæði. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar