Katrín Lea hreppti titilinn Miss Universe Iceland

Katrín Lea.
Katrín Lea. skjáskot/instagram

Katrín Lea Elenudóttir vann í gærkvöldi í fegurðarkeppninni Miss Universe Iceland 2018. Katrín er 19 ára gömul og bar borðann „Miss Midnight Sun“ eða Ungfrú miðnætursól. Hún mun keppa fyrir hönd Íslands í Miss Universe 2018 í Bangkok í Taílandi síðar á árinu. 

Þetta var í þriðja skipti sem Miss Universe Iceland fór fram og var keppnin haldin í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Móeiður Svala Magnúsdóttir var í öðru sæti og Sunneva Sif Jónsdóttir í því þriðja.

Katrín Lea stundar nám við Menntaskólann í Reykjavík og talar þrjú tungumál. Hún skrifar á Instagram að hún hafi oft verið spurð út í nafnið á borðanum sem hún bar. Hún segir að miðnætursólin hafi verið fyrsta minning sín af Íslandi, en hún flutti hingað frá Rússlandi sem barn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir