Þessi hljómsveit slær Bieber út

Hljómsveitin BTS er að gera allt vitlaust í tónlistarheiminum.
Hljómsveitin BTS er að gera allt vitlaust í tónlistarheiminum. Ljósmynd/Twitter

Það er ekki víst að margir lesendur kannist við hljómsveitina BTS en það á væntanlega eftir að breytast. Um er að ræða suður-kóreska drengjahljómsveit sem hefur á stuttum tíma gert allt vitlaust í hinum stóra heimi þótt þeir hafi ekki enn náð eyrum Íslendinga.

Nýjasta plata sveitarinnar kom út síðastliðinn föstudag og hefur fyrsta lagið í spilun slegið öll hugsanleg met. Rúmlega 56 milljónir manna horfðu á tónlistarmyndbandið fyrsta sólarhringinn og er það mesta áhorf sem tónlistarmyndband hefur fengið og er þá sama um hvaða tónlist ræðir.

Þetta hefur verið gott ár fyrir BTS þar sem þeir fóru einnig á Billboard Music Awards og slógu þar út Justin Bieber og Demi Lovato annað árið í röð. BTS er þegar farnir að fylgja vinsældum sínum eftir með tónleikaferð um heiminn og spila m.a. í Bandaríkjunum, Asíu og Evrópu.

Alls staðar er uppselt. Margir spá því að BTS muni slá út öll helstu tónlistargoð síðari tíma en áhugasamir geta séð myndbandið við nýja lagið hér:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup