Jennifer Hudson syngur Amazing Grace í útför Franklin

Jennifer Hudson.
Jennifer Hudson. AFP

Tónlistarkonan Jennifer Hudson mun syngja lagið Amazing Grace í útför tónlistarkonunnar Arethu Franklin sem fer fram í dag. 

Ásamt Hudson munu Stevie Wonder, Ariana Grande og Faith Hill heiðra minningu tónlistarkonunnar. Grande mun flytja lag Franklin, Natural Woman. Fjölskylda Franklin er sögð hafa heillast af flutningi Grande tveimur dögum eftir fráfall Franklin og hafi því boðið henni að syngja við útförina. 

Grande sagði í spjallþætti Jimmy Fallon tveimur dögum eftir fráfall Franklin að hún hafi hitt hana nokkrum sinnum. „Við sungum báðar í Hvíta húsinu og hún var svo indæl, hún var svo sæt. Það er heiður að hafa hitt hana. Hún hringdi einu sinni í mig, aðeins einu sinni, og sagði „Hæ, þetta er Aretha“ og ég sagði bara „Franklin?!“ sagði Grande í þættinum.

Í útförinni verða bæði sungin lög Franklin og sálmar. Útförin fer fram í Detroit í Bandaríkjunum klukkan 10 að staðartíma, eða klukkan 14 að íslenskum tíma. Hér fyrir neðan má sjá flutning Arethu Franklin á laginu Amazing Grace í spjallþætti Opruh Winfrey.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Loka