Leikkonan Sally Field er ein af þeim sem minntust leikarans Burts Reynolds en greint var frá andláti hans í gær. Field vann ekki bara með Reynolds heldur áttu þau í ástarsambandi á árunum 1977 til 1982.
Field talar fallega um þann tíma sem hún átti með Reynolds í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér. Gaf hún í skyn að tímanum með Reynolds væri ekki hægt að gleyma; hann dofnaði ekki heldur væri eins og ljóslifandi 40 árum seinna. Sjálfur lét Reynolds hafa það eftir sér nýlega að Field hefði verið ástin í lífi hans.
„Árin mín með Burt fara aldrei úr minni mínu. Hann verður í sögu minni og hjarta eins lengi og ég lifi. Hvíldu, Buddy,“ sagði hin 71 árs gamla Field.