Sergei Loznitsa kemur á RIFF í ár

„Það er mikill heiður að fá að tilkynna fyrir hönd RIFF að Sergei Loznitsa, úkraínski kvikmyndagerðarmaðurinn sem hefur helgað líf sitt kvikmyndalistinni og einblínt aðallega á stríð og falsfréttir, sé að koma á RIFF í lok september,“ segir Börkur Gunnarsson kynningarstjóri í tilkynningu frá RIFF.

Sergei Loznitsa mun halda málþing um stríð og falsfréttir á RIFF-kvikmyndahátíðinni. Þar mun hann einnig sýna nýjustu kvikmyndir sínar og svara spurningum um þær.

Kvikmynd hans Donbass verður opnunarmynd RIFF-hátíðarinnar. Hún var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í flokknum Un Certain Regard í ár þar sem Loznitsa fékk verðlaun sem besti leikstjórinn.

Sergei Loznitsa.
Sergei Loznitsa. Skjáskot/Twitter

„Áhugaverðasti kvikmyndagerðarmaður samtímans“

Sergei Loznitsa fæddist í borginni Baranovichi í Sovétríkjunum árið 1964 en flutti síðar með fjölskyldu sinni til Kænugarðs í Úkraínu. Hann skilgreinir sig sem sjálfstæðan Úkraínumann.

Loznitsa er menntaður stærðfræðingur og vann sem slíkur um nokkurt skeið áður en hann hóf nám við Kvikmyndaskóla ríkisins í Moskvu árið 1991. Síðan hann útskrifaðist úr kvikmyndagerðarnámi hefur hann gert fjölda heimildarmynda sem hafa unnið til verðlauna. 

„Myndir Loznitsa eru áhrifamikil og róttæk listaverk, sem fela oftar en ekki í sér harða en þó launfyndna ádeilu á nútímasamfélag. Bakgrunnur hans í kvikmyndatöku skilar sér í meistaralegu myndmáli. Það má með sanni segja að Sergei Loznitsa sé einhver áhugaverðasti kvikmyndagerðarmaður samtímans,“ segir einnig í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir