Sergei Loznitsa kemur á RIFF í ár

00:00
00:00

„Það er mik­ill heiður að fá að til­kynna fyr­ir hönd RIFF að Ser­gei Loznitsa, úkraínski kvik­mynda­gerðarmaður­inn sem hef­ur helgað líf sitt kvik­myndalist­inni og ein­blínt aðallega á stríð og fals­frétt­ir, sé að koma á RIFF í lok sept­em­ber,“ seg­ir Börk­ur Gunn­ars­son kynn­ing­ar­stjóri í til­kynn­ingu frá RIFF.

Ser­gei Loznitsa mun halda málþing um stríð og fals­frétt­ir á RIFF-kvik­mynda­hátíðinni. Þar mun hann einnig sýna nýj­ustu kvik­mynd­ir sín­ar og svara spurn­ing­um um þær.

Kvik­mynd hans Don­bass verður opn­un­ar­mynd RIFF-hátíðar­inn­ar. Hún var sýnd á kvik­mynda­hátíðinni í Cann­es í flokkn­um Un Certain Regard í ár þar sem Loznitsa fékk verðlaun sem besti leik­stjór­inn.

Sergei Loznitsa.
Ser­gei Loznitsa. Skjá­skot/​Twitter

„Áhuga­verðasti kvik­mynda­gerðarmaður sam­tím­ans“

Ser­gei Loznitsa fædd­ist í borg­inni Baranovichi í Sov­ét­ríkj­un­um árið 1964 en flutti síðar með fjöl­skyldu sinni til Kænug­arðs í Úkraínu. Hann skil­grein­ir sig sem sjálf­stæðan Úkraínu­mann.

Loznitsa er menntaður stærðfræðing­ur og vann sem slík­ur um nokk­urt skeið áður en hann hóf nám við Kvik­mynda­skóla rík­is­ins í Moskvu árið 1991. Síðan hann út­skrifaðist úr kvik­mynda­gerðar­námi hef­ur hann gert fjölda heim­ild­ar­mynda sem hafa unnið til verðlauna. 

„Mynd­ir Loznitsa eru áhrifa­mik­il og rót­tæk lista­verk, sem fela oft­ar en ekki í sér harða en þó laun­fyndna ádeilu á nú­tíma­sam­fé­lag. Bak­grunn­ur hans í kvik­mynda­töku skil­ar sér í meist­ara­legu mynd­máli. Það má með sanni segja að Ser­gei Loznitsa sé ein­hver áhuga­verðasti kvik­mynda­gerðarmaður sam­tím­ans,“ seg­ir einnig í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Þú kannt að bjarga þér út úr erfiðri aðstöðu, sem þú lendir í, en þarft þó að taka á öllu, sem þú hefur. Einbeittu þér að því að hækka innistæðuna í sköpunar-bankanum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Þú kannt að bjarga þér út úr erfiðri aðstöðu, sem þú lendir í, en þarft þó að taka á öllu, sem þú hefur. Einbeittu þér að því að hækka innistæðuna í sköpunar-bankanum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son