Söngkonan Ariana Grande minntist fyrrverandi kærastans síns, rapparans Mac Miller, á Instragram-síðu sinni í gærkvöldi.
Miller lést á dögunum, aðeins 26 ára gamall, af völdum of stórs lyfjaskammts.
„Ég dýrkaði þig alveg síðan ég sá þig fyrst þegar ég var 19 ára og ég mun alltaf gera það,“ skrifaði Grande á Instagram og var þetta í fyrsta sinn sem hún tjáði sig opinberlega um dauða hans.
Miller og Grande hættu saman í maí síðastliðnum. Einhverjir á samfélagsmiðlum hafa haldið því fram að hún hafi verið orsök dauða hans.
„Þú varst besti vinur minn í svo langan tíma. Umfram allt þykir mér fyrir því að ég gæti ekki lagað eða fjarlægt sársaukann þinn. Mig langaði virkilega til þess,“ skrifaði hún.
Miller, sem gaf út sína fimmtu plötu í ágúst, talaði opinskátt um baráttu sína við fíknina.
„Hann var ljúfasta sál en með djöfla sem hann átti ekki skilið að þurfa að berjast við. Vonandi líður þér vel núna. Hvíldu í friði,“ skrifaði Grande.
View this post on InstagramA post shared by Ariana Grande (@arianagrande) on Sep 14, 2018 at 12:40pm PDT