Kosning Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, um framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2019 stendur nú yfir.
Í fréttatilkynningu segir að sjaldan hafi jafnmargar íslenskar kvikmyndir keppt um tilnefninguna en þær eru níu talsins: Andið eðlilega, í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur; Kona fer í stríð, í leikstjórn Benedikts Erlingssonar; Lof mér að falla, í leikstjórn Baldvins Z; Lói - þú flýgur aldrei einn, í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar; Rökkur, í leikstjórn Erlings Óttars Thoroddsen; Sumarbörn, í leikstjórn Guðrúnar Ragnarsdóttur; Svanurinn, í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur; Vargur, í leikstjórn Barkar Sigþórssonar; Víti í Vestmannaeyjum, í leikstjórn Braga Þórs Hilmarssonar.
Kosningin er rafræn og lýkur á miðnætti 19. september en úrslitin verða tilkynnt 20. september.