Uppselt á tónleika Ed Sheeran

Ed Sheeran kemur til Íslands á næsta ári.
Ed Sheeran kemur til Íslands á næsta ári. AFP

Miðar á tónleikana með Ed Sheeran sem fara fram 10. ágúst 2019 á Laugardalsvelli seldust upp með hraði í morgun. Rúmlega 20 þúsund manns voru í stafrænni biðröð þegar salan hófst en er það margfalt meira en hefur sést áður á Íslandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live.

Sett hefur verið Íslandsmet í miðasölu en aldrei hafa fleiri miðar verið seldir á eina tónleika og líklega hefur umframeftirspurnin aldrei verið meiri, en mjög margir þurftu því miður frá að hverfa miðalausir.

Ed Sheeran tilkynnti tónleikaferðalag í 14 löndum auk Íslands og fóru allir tónleikarnir í sölu á sama tíma í morgun. Ed er sérstaklega spenntur að koma til Íslands enda mikill aðdáandi Íslands og íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.

„Sögulegur viðburður“

Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu Live segir í samtali við mbl.is að sögulegur viðburður hafi átt sér stað því 30 þúsund miðar hafi selst upp á tveimur klukkutímum. Miðað við biðröðina á Tix.is lítur út fyrir að vísa hafi þurft frá 15 þúsund manns.

„Það hefur aldrei sést neitt í líkingu við þetta á Íslandi. Þetta er algjörlega nýtt „level“ á alla kanta,“ segir Ísleifur og bætir við að 23 þúsund manns hafi verið í stafrænni biðröð þegar hún var opnuð. Tæplega 10 þúsund miðar voru seldir í sæti og um 20 þúsund í stæði.

Ísleifur B. Þórhallsson.
Ísleifur B. Þórhallsson. mbl.is/Eggert

Útilokar ekki aukatónleika

Spurður út í möguleika á aukatónleikum segir Ísleifur að setjast verði yfir þau mál. Hægt er að koma á framfæri ósk um aukatónleika á vefsíðu Tix og hvetur hann fólk til þess. „Okkur datt ekki í hug í eina sekúndu að það væri hægt að selja 60 þúsund miða í 330 þúsund manna landi," segir hann og nefnir að setjast þurfi yfir tölfræðina og fá skýrslu frá Tix varðandi næstu skref.

„Það lítur út fyrir að tölfræðin sé algjörlega biluð. Það er ekki hægt annað en að senda þessar upplýsingar til útlanda og ræða málin,“ segir hann og á þar við skipuleggjendur tónleikaferðar Ed Sheeran. „Það er ekkert lítið mál að slá í aukatónleika með Ed Sheeran, aðra 30 þúsund manna tónleika á Íslandi en við munum setjast yfir þetta og ræða málin."

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach