Cardi B gefur sig fram við lögreglu

Cardi B hefur gefið sig fram við lögreglu.
Cardi B hefur gefið sig fram við lögreglu. AFP

Rapparinn Cardi B hefur gefið sig fram við lögreglu en henni er gefið það að sök að hafa fyrirskipað árás á tvær barþjónustustúlkur í New York. Cardi B var stödd á nektarstaðnum Angels Strip Club í New York en eiginmaður hennar Offset kom fram þar ásamt rappsveit sinni Migos um kvöldið. 

Hún átti í orðaskaki við barþjónustustúlkurnar sem vinna á staðnum og samkvæmt heimildum TMZ sagði hún fylgdarmönnum sínum að ganga í skrokk á þeim. Forsagan að málinu er sú að önnur þeirra á að hafa sofið hjá eiginmanni Cardi B. Stúlkurnar hlutu nokkra áverka eftir árásina en neituðu að fara á sjúkrahús. 

Cardi B mun ekki verða handtekin er hún mætir til yfirheyrslunnar hjá lögreglunni í dag en mun koma fyrir dómara seinna, ef dæmt verður í málinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að vita ekkert er betra en að vita eitthvað sem ekki stenst. Hve er sinnar gæfu smiður og enginn hefur rétt til þess að ráðskast með þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að vita ekkert er betra en að vita eitthvað sem ekki stenst. Hve er sinnar gæfu smiður og enginn hefur rétt til þess að ráðskast með þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Torill Thorup