Cardi B gefur sig fram við lögreglu

Cardi B hefur gefið sig fram við lögreglu.
Cardi B hefur gefið sig fram við lögreglu. AFP

Rapparinn Cardi B hefur gefið sig fram við lögreglu en henni er gefið það að sök að hafa fyrirskipað árás á tvær barþjónustustúlkur í New York. Cardi B var stödd á nektarstaðnum Angels Strip Club í New York en eiginmaður hennar Offset kom fram þar ásamt rappsveit sinni Migos um kvöldið. 

Hún átti í orðaskaki við barþjónustustúlkurnar sem vinna á staðnum og samkvæmt heimildum TMZ sagði hún fylgdarmönnum sínum að ganga í skrokk á þeim. Forsagan að málinu er sú að önnur þeirra á að hafa sofið hjá eiginmanni Cardi B. Stúlkurnar hlutu nokkra áverka eftir árásina en neituðu að fara á sjúkrahús. 

Cardi B mun ekki verða handtekin er hún mætir til yfirheyrslunnar hjá lögreglunni í dag en mun koma fyrir dómara seinna, ef dæmt verður í málinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan