Jón Jónsson og Selma Björnsdóttir voru veðurteppt á Akureyri í morgun en fluginu þeirra var aflýst. Eftir að hafa beðið fram á hádegi sáu þau Jón og Selma sér ekki annað fært en að taka bílaleigubíl og keyra til Reykjavíkur þar sem Selma syngur á tónleikum í Salnum í kvöld.
Mikið stuð er í bílnum hjá þeim Jóni og Selmu og fær lagið Með þér að óma í bílnum en Jón gaf út lagið í dag. Tvær ferðir Jóns á morgunverðarhlaðborðið á hótelinu á Akureyri komu greinilega ekki í veg fyrir smá pylsuát en Jón sást halda á tveimur pylsum í myndskeiði sem Selma birti á Instagram.