„Þunglyndið það besta sem hefur komið fyrir mig“

Alda Karen heillar landsmenn með einlægni og mannlegri nálgun á …
Alda Karen heillar landsmenn með einlægni og mannlegri nálgun á viðfangsefni sem fáir þora að ræða opinberlega. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Alda Karen Hjaltalín heldur áfram að vinna hug og hjörtu landsmanna. Þessi 24 ára unga kona sem troðfyllti Eldborgarsal Hörpu í upphafi þessa árs með fyrirlestri sínum um markmiðasetningu og sjálfstyrkingu kemur nú fram í 5. þætti Aha Moment um fyrirmyndir og skapara. Guðrún Birna le Sage markþjálfi heldur úti þessari skemmtilegu síðu þar sem hún tekur viðtal við alla þá sem vekja áhuga hennar í lífinu.

Í þættinum ræðir Alda Karen meðal annars hvernig þunglyndi sem hún upplifði hefur verið drifkrafturinn í lífinu; í raun það besta sem hefur komið fyrir hana. Því í gegnum þunglyndið lærði hún betur á sjálfa sig og lífið. 

Alda Karen segir í Facebook-færslu um þáttinn: 

„Ég verð að viðurkenna að ég var pínu stressuð að opna mig svona mikið í einu viðtali. En alveg frá því að ég byrjaði að tala opinberlega um hugarfarið mitt og reynslu að þá gaf ég sjálfri mér það loforð að vera alltaf heiðarleg og einlæg þó svo það þýði að ég sé að deila mínum dýpstu hugsunum. Í nýju fyrirlestrunum mínum er ég meira [að] segja með skjáskot af heimabankanum mínum því ég vil að fólk upplifi allt sem ég upplifi þegar ég er að reyna [að] ná árangri. Því meira gegnsæi, því meira lærir fólk af mínum upplifunum. Svo í þessu viðtali tala ég um allt sem var mér efst í huga á þessu ári, ástina, þunglyndið, af hverju ég hætti á samfélagsmiðlum yfir sumarið, hugarræktunarstöðvarnar og svo margt fleira.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson