Jóhann Jóhannsson var kjörinn tónskáld ársins á hinum árlegu WSA-verðlaunum sem voru afhent í Belgíu kvöld.
Þetta var annað árið í röð sem hann hlaut verðlaunin. Í þetta sinn var hann tilnefndur fyrir myndirnar Mandy, Mary Magdalene og The Mercy.
Hildur Guðnadóttir sem starfaði með Jóhanni tók við verðlaununum fyrir hans hönd en Jóhann lést í febrúar síðastliðnum.
Aðrir sem voru tilnefndir voru Alexandre Desplat, Jonny Greenwood og John Williams.
Frakkinn Philippe Sarde hlaut heiðursverðlaun á hátíðinni fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar á síðustu fimm áratugum.