Jóhann kjörinn tónskáld ársins

Jóhann Jóhannsson lést í febrúar síðastliðnum.
Jóhann Jóhannsson lést í febrúar síðastliðnum. AFP

Jóhann Jóhannsson var kjörinn tónskáld ársins á hinum árlegu WSA-verðlaunum sem voru afhent í Belgíu kvöld.

Þetta var annað árið í röð sem hann hlaut verðlaunin. Í þetta sinn var hann tilnefndur fyrir myndirnar Mandy, Mary Magdalene og The Mercy.

Hildur Guðnadóttir sem starfaði með Jóhanni tók við verðlaununum fyrir hans hönd en Jóhann lést í febrúar síðastliðnum.

Aðrir sem voru tilnefndir voru Alexandre Desplat, Jonny Greenwood og John Williams.

Frakkinn Philippe Sarde hlaut heiðursverðlaun á hátíðinni fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar á síðustu fimm áratugum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir