Leikarinn ástsæli Zac Efron fagnaði 31. aldursárinu á Íslandi í vikunni. Hann er því miður farinn af landinu en sendi fallegar kveðjur á Instagram í lok heimsókn sinnar.
Margir kannast við Efron úr söngleikjamyndunum High School Musical þar sem hann sló í gegn. High School Muscial-þríleikurinn skaut Efron upp á stjörnuhimininn og hefur hann leikið í fjölda kvikmynda síðan. Hann kom síðast fram í kvikmyndinni The Greatest Showman sem kom út á síðasta ári.