Fór í einkaþjálfun og grenntist

Rebel Wilson hefur grennst að undaförnu.
Rebel Wilson hefur grennst að undaförnu. Samsett mynd

Leikkonan Rebel Wilson er þekkt fyrir að vera stolt af línunum sínum en að undaförnu hefur grínleikkonan grennst töluvert. Vakti hún athygli á rauða dreglinum í október fyrir aðeins grennri vöxt en vanalega. 

Eitt af því sem Wilson gerði til að komast í betra form var að fara í einkaþjálfun en stjörnuþjálfarinn Gunnar Peterson greindi frá því í viðtali við Us Weekly í sumar að hann væri að þjálfa leikkonuna. Wilson er þekkt fyrir góðan húmor en hún kemst þó ekki upp með neitt grín á æfingum hjá Peterson. „Meðan á æfingu stendur er vinna,“ segir þjálfarinn sem finnst þó gaman að grínast með leikkonunni á milli æfinga.

Peterson er einn vinsælasti þjálfarinn í Hollywood og þjálfar stjörnur á borð við Khloé Kardasian, Kate Beckinsale og engan annan en Sylvester Stallone. 

Rebel Wilson þann 22. október.
Rebel Wilson þann 22. október. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan